Dorrit bar stólana

dorrit_stoll_web.jpg

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, vakti mikla athygli í upphafi framboðsfundar forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á Egilsstöðum í kvöld þegar hún tók sig til og hjálpaði til við að raða stólum í salinn til að sem flestir gætu sest.

 

Þegar forsetahjónin gengu í salinn var setið í öllum sætunum í fundarsal Hótels Héraðs. Stóla vantaði því fyrir þá sem voru örlítið seinir.

Starfsfólk hótelsins kom með stólana í dyragættina en Dorrit sveif þá þangað og snaraði þeim einum af öðrum yfir í að hringborði í innsta horni salarins. Þegar allir voru sestir tók Ólafur Ragnar til máls.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.