Diddú og Egill skemmtu viðskiptavinum Arion banka

egill_olafs_arionegs_web.jpg
Arion banki og Einkaklúbburinn  buðu viðskiptavinum á tónleikaum í Egilsstaðakirkju í síðusut viku. Eftir að hafa hitað upp í útibúi Arion á Egilsstöðum fyrr um daginn, þar sem Diddú og Egill tóku nokkur lög, dönsuðu við viðskiptavini og slógu á létta strengi, var síðan fullt út úr dyrum á tónleikunum um kvöldið. 

Óhætt er að segja að þau Diddú og Egill hafi staðið sig með eindæmum vel og fjölbreytt lagavalið virtist falla vel í kramið hjá viðstöddum.

ariontonleikar_mai12_web.jpg
Starfsfólk Arion banka á Egilsstöðum bauð uppá heitt kakó og kleinur í hléinu og þrátt fyrir kulda og nokkur snjókorn, létu tónleikagestir sig ekki muna um að gæða sér á veitingunum utan dyra, áður en haldið var aftur inn í hlýjuna í kirkjunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.