Diddú og Egill Ólafs með tónleika fyrir viðskiptavini Arion-banka á Egilsstöðum

didduogegillolafs_web.jpg
Í tilefni af 20 ára afmæli Einkaklúbbsins býður Arion banki viðskiptavinum sínum sem eru í vildarþjónustu bankans á tónleika með Diddú, Agli Ólafssyni og Jónasi Þóri undirleikara í Egilsstaðakirkju, þriðjudaginn 8. maí kl. 19:30.

Það eina sem viðskiptavinir þurfa að gera til að fá miða er að mæta í útibú Arion banka á Egilsstöðum eða hafa samband við sinn þjónusturáðgjafa. Óski viðskiptavinir Einkaklúbbsins, sem ekki eru í vildarþjónustu Arion banka, eftir miða er alveg sjálfsagt að verða við þeirri ósk, enda eru tónleikarnir haldnir í tilefni af afmæli Einkaklúbbsins. Hins vegar er skilyrði að framvísa gildu Einkaklúbbskorti til þess að fá miða afhendan. 

Diddú og Egill hafa unnið saman í fjölda ára en leiðir þeirra lágu fyrst saman á áttunda áratugnum. Á tónleikunum munu þau syngja nokkur af sínum þekktustu lögum og má þar nefna „Það brennur“, „All I ask of you“ úr Phantom of the opera og Fúsalög. Bæði eiga þau að baki farsælan söngferil og mikinn fjölda aðdáenda. Það er því gott að hafa í huga „fyrstur kemur, fyrstu fær“ og bíða ekki boðanna heldur sækja sér miða á tónleikana við fyrsta tækifæri. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.