Dansverk heimsfrumsýnt í Sláturhúsinu á morgun

foreign_mountain.jpg
Listahópurinn Foreign Mountain stendur fyrir heimsfrumsýningu á dans- og sviðslistaverkinu Organ orchestra í Sláturhúinu á Egilsstöðum annað kvöld.

Hópurinn er skipaður fjórum ungum konum sem fæddar eru í Skandinavíu og Eystrasalti, þeim Ásrúnu Magnúsdóttur (IS), Leu Vendelbo Petersen (DK), Lottu Suomi (FI) og Austeja Vilkaityte (LT). 

Hópurinn miðar að því að nýta kunnáttu og þekkingu þeirra á sviðslistunum sem miðli til sköpunar á nútímadansi. Í febrúar hafa þær verið að vinna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á vegum verkefnisins Dans í óbyggðum "Wilderness dance prodject". 

„Dans í óbyggðum“ er stærsta verkefnið sinnar tegundar sem hleypt hefur verið úr stokkunum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Verkefnið fer fram í  fimm löndum á árunum 2013-2015. Hver sviðslistahópur um sig fer með verkefni sitt til tveggja landa á þessu tímabili en hóparnir voru valdir út frá möguleikum hvers verkefnis fyrir sig til að taka þátt í listrænni sköpun í tengslum við hvert samfélag.

Sýningin hefst klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. „Settu hendur upp í loft og hreyfðu þær eins og það skipti ekki máli“ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.