Busað í Verkmenntaskólanum: Myndir

Tekið var á móti nýnemum í Verkmenntaskóla Austurlands á föstudaginn með busun. Austurfrétt var á staðnum og fylgdist með vígsluathöfninni.

Busunin fór vel fram í blíðskaparveðri og böðlarnir reyndu sitt besta til að niðurlægja busana. Þeir voru látnir ganga frá skólanum niður á bæjarbryggju og sungu þeir á leiðinni ásamt því að böðlarnir sprautuðu sósum og köstuðu eggjum í þá.

Þegar hópurinn var kominn að bryggjunni beið þeirra þrautabraut sem innihélt kör full af köldu vatni, fiskislori og mjólkurvörum sem komnar voru langt fram yfir síðasta söludag. Þrátt fyrir þennan viðbjóð virtust allir skemmta sér vel.
 
busun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpgbusun_va_2012.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.