Björgunarsveitin Hérað fékk hæsta styrkinn úr styrktarsjóði Isavia

bjorgunarsveit_slysakerra_isavia_0010_web.jpg
Björgunarsveitin Hérað fékk stærsta styrkinn, 1,7 milljónir króna, þegar úthlutað var úr styrktarsjóði Isavia fyrri skemmstu. Styrkurinn fer í breytingar á kerru fyrir sjúkrabúnað.

Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2011. Úthlutað er árlega og fyrir árið 2012 var úthlutað 12 milljónum króna til 18 björgunarsveita um allt land. Stefnt er að úthlutun átta milljóna króna á þessu ári.

Tilgangur styrktarsjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til menntunar. 

„Þá er það hagur Íslendinga og ferðamanna að björgunarsveitir landsins séu sem best búnar. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins,“ að því er segir í fréttatilkynningu.

Kerran er enn í smíðum og verið að kaupa í hana búnað. Áætlað er að fullbúin kosti hún átta milljónir króna.

Hún verður alla jafna staðsett á flugvellinum en auðvelt er að taka hana með í útköll. Í henni verða meðal annars spelkur, burðargrindur og ýmis annar búnaður sem nauðsynlegur er á vettvangi stærri slysa.

Auk Héraðs fékk björgunarsvein Vopni 350.000 krónur úr sjóðnum til búnaðarkaupa fyrir bátadeild. 

Björgunarsveitarfólkið Steinunn Ingimarsdóttir og Nikulás Bragason við kerruna. Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.