Austurland í aðalhlutverki í nýju landkynningarmyndbandi

Borgarfjörður og Seyðisfjörður eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi Inspired by Iceland sem Íslandsstofa hleypti í loftið í nótt.

Myndbandið skartar grínistanum Steina jr. í aðalhlutverki en hann kynnir til sögunnar erfiðasta karókí lag í heimi. Sungið erum Ísland frá A-Ö og hent inn í textann ýmsum íslenskum orðum sem erlendir gestir geta spreytt sig á.

Langstærstur hluti myndbandsins er tekinn upp á Austfjörðum, einkum Seyðisfirði og Borgarfirði.

Sjá má Steinda gera sig heimakominn á Seyðisfirði og leiða hljómlistarhóp í gegnum regnbogalitaða Norðurgötuna Bláu kirkjuna í baksýn. Má þar meðal annars sjá Ívar Pétur Kjartansson úr FM Belfast, Evu Björk Jónudóttur af bæjarskrifstofunum, Ólaf Hr. Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóra og Davíð Kristinsson hótelstjóra á Öldunni.

Á Borgarfirði má sjá Steinda draga ferðatösku upp í Vatnsskarðið og í innilegum faðmlögum við kind frá bænum Jökulsá.

Steindi fer einnig í sund á Egilsstöðum og skógargöngu á Héraði en Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, leikur pabba hans.

Samhliða þessu setti Íslandsstofa í loftið myndband þar sem erlendir gestir reyna að syngja með karókílaginu og myndbönd fyrir hvern landshluta undir yfirskriftinni Ísland A-Ö.







Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.