Arfleifð fagnar þriggja ára afmæli með sýningu: Myndir af vörum birtar í Vogue

arfleifd_vogue_april13.jpg
Hönnunar- og handverksfyrirtækið Arfleifð heldur upp á þriggja ára afmæli með opnun verslunar fyrirtækisins eftir gagngerar endurbreytingar og ljósmyndasýningu. Tvær myndir á sýningunni voru nýverið valdar inn á vef ítölsku útgáfu stórtímaritsins Vogue.

Verslun er í sama húsi og Samkaup á Djúpavogi en vinnustofan er heima hjá frumkvöðlinum Ágústu Margréti Árnadóttur. Hún er lærður hönnuður og hefur undanfarin sex ár þróað einstaka tækni til að vinna aukaafurðir úr íslenskri matvælaframleiðslu, svo sem loðið og óloðið lambaleður, hreindýraleður, horn og bein, blönduð fiskiroð og fleira í fylgihluti. Starfsmennirnir eru orðnir tveir og sumarstarfsmaður bætist við í maí.

Þá opnar sýningin „Arfleið fortíðar Freyju“ í Löngubúð á morgun en breytingar hafa staðið yfir í henni að undanförnu. Sýningin er samsýning Arfleifðar, ljósmyndarans Sigurðar Mar og skáldkonunnar Hrannar Jónsdóttur sem kennd er við Sæbakka.

Sýningin er sambland af fatnaði og fylgihlutum, ljósmyndum og ljóðum sem allt er innblásið frá sögum um konur fortíðarinnar. Tvær af myndum sýningarinnar verið valdar inn á myndabloggsíðu Ítalska Vogue, en myndir sem valdar eru þangað inn fara í gegnum gríðarlega stranga síu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að áherslan í stað þess að selja og sýna vörur um allt land verði áherslan á Austurland, heimamenn og gesti á svæðinu. Nýjungar í vörulínu Arfleifðar í sumar er textílfatnaður með roð og leðurskrauti, nýir litir í töskum, krögum, og ýmis ný snið.

Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á morgun, sumardaginn fyrsta og verður opin til klukkan 18 en annars á opnunartíma Löngubúðar. 
 
arfleifd_vogue_april13.jpgarfleifd_vogue_april13.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.