Ævintýraleg List í ljósi framundan

List í ljósi, listahátíð þar sem endurkomu sólarinnar á Seyðisfirði er fagnað með listaverkum sem lýsa upp bæinn, verður haldin í níunda sinn um helgina. Listaverkin eru fleiri en oft áður.

„Hátíðin er stór í ár, 27 verk. Það eru margir skúlptúrar og gagnverk verk, sem fólk getur haft áhrif á hvernig birtast,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, stjórnandi hátíðarinnar.

Þó nokkur verk eru eftir austfirska listamenn. „Við reynum alltaf að hafa þá í sviðsljósinu. Það má segja að það sé ákveðinn þráður milli þeirra verka sem sé hugleiðsla eða ævintýraheimur. Það verður því ævintýraleg lífsreynsla að labba slóðina í ár.

Það er líka gaman þegar skólar og stofnanir taka þátt. Það eru tvö verk eftir nemendur í Seyðisfjarðarskóla og annað eftir nemendur LungA-skólans.“

Eins eru verk eftir erlenda listamenn. „Abigail Portner er gestalistamaður Skaftfells. Hún hefur komið hingað nokkrum sinnum áður en hún sér mikið um sviðsmyndir fyrir þekkt tónlistarfólk á borð við Animal Collective og John Cale. Hún verður með verk inni og utan á Skaftfelli.

Martin Ersted frá danska listahópnum Ball & Brand hefur ferðast um heiminn til að taka sýni af jöklum sem eru að bráðna. Hann sýnir áhrifamikið verk sem heitir „Ísinn bráðnar á pólnum.“

Francesco Fabris & Kateřina Blahutová sýna sigurverk Vetrarhátíðar í Reykjavík, „Glitsteina.“ Það samanstendur úr skúlptúrum úr endurnýttu plasti sem fljóta á Lóninu. Þá erum við með verk eftir palestínskt ljóðskáld sem lýsir hugarheimi þess,“ segir Sesselja.

Listaverk hátíðarinnar verða í gangi frá 18-22 á föstudag og laugardag. Á meðan er slökkt á götuljósunum svo verkin njóti sín sem best í umhverfi Seyðisfjarðar. Hátíðin fékk Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Listafólk og listaverk á List í ljósi 2024


Seyðisfjarðarskóli - Án titils
Seyðisfjarðarskóli - Hvað segirðu
Tessa Rivarola - Muñequita rota / Broken doll
Creature Post - Serpent
oceanfloor group - (l_e_t_t_e)
Jessica Auer - Merki
Hallur á Hálvmørk Joensen - Flickering nonsense
Hekla Dögg Jónsdóttir - Gegnum / Through
LungA School - Losing Looping Forgetting
Båll & Brand - The Ice is Melting at the Pøules
Mazen Maaroof - Downtown
Francesco Fabris & Kateřina Blahutová - Glitsteinar
Katla Rut Pétursdóttir - Dlindlá - Sólarfangarinn /
Dlindlá - Sun catcher
List í Ljósi - What does it truly mean?
Bíbí Kabarí - WIGS/Kollur
Björt Sigfinnsdóttir - Enchanted Harmony, Fragments of time.
List í Ljósi - Sky
Vikram Pradhan - Visible Signs That Something Isn’t Right
Edda Karólína - Kemur í ljós
Apolline Fjala - The end of the line.
Orkusalan & List í Ljósi - Í hvað fer þín orka?
John Grzinich - Powerless Flight
Garðar Bachmann Þórðarson - Still as light
RARIK & List í Ljósi - Boltaland
Abigail Portner - Carousel
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir - Lux Aaterna
Sesselja Hlín Jónasardóttir - Look up!


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.