Fljótsdalshérað áfram í Útsvari: Mesta stressið í kringum gjafirnar

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs 2013Lið Fljótsdalshéraðs bar sigurorð af liði Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari nú í kvöld. Lokastaðan varð 83-58 og sigurinn því nokkuð öruggur.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa að þessu sinni Hrafnkatla Eiríksdóttir frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og bekkjarbræðurnir úr Fellabænum, Þórður Mar Þorsteinsson og Sveinn Birkir Björnsson.

Skömmu fyrir keppni uppgötvaðist að gjafirnar sem ætlaðar voru liði Skagfirðinga, eintök af ljóðabókinni Laufin á regntrénu eftir Svein Snorra Sveinsson, höfðu fyrir mistök orðið eftir á Egilsstöðum. Með góðra manna hjálp var hins vegar hægt að koma bókunum í flug og síðan upp í Útvarpshúsið áður en keppni lauk.

Kom sér þarna sannarlega vel að Reykjavíkurflugvöllur skuli vera staðsettur í Vatnsmýrinni.

Bæði austfirsku liðin til þessa hafa því tryggt sér sæti í annarri umferð keppninnar, en Fjarðabyggð komst áfram með sigri á Norðurþingi fyrir hálfum mánuði. Í næstu viku mun svo lið Seyðisfjarðar þreyta frumraun sína í þættinum og etja þar kappi við Akranes.

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.