Lífleg kennsla á Borgarfirði eystra: MYNDIR

borgarfjardarskoli 1Í liðinni viku voru haldnir þemadagar í Grunnskóla Borgarfjarðar. Verkefni nemenda í þetta sinn var að hlaða útikennslustofu.

Alls stunda 18 nemendur nám við Grunnskóla Borgarfjarðar nú í vetur og við hann starfa ásamt skólastjóra þrír kennarar. Allur þessi hópur tók virkan þátt í þemaverkefninu og lögðu sitt af mörkum.

Að sögn Þráins Sigvaldasonar, eins af kennurum hópsins, er hægt að kenna margt í einu með verkefni eins og þessu.

„Vinnan hófst á fimmtudaginn með því að grjót og annað byggingarefni var sótt. Þar næst var efninu komið að byggingarreitnum og hófust þá mælingar en svona hleðsla þarf að vera nákvæm eigi hún að standa almennilega. Halli þarf að vera 7% innan á vegg og 20% utan á vegg. Þarna fer fram heilmikil stærðfræðikennsla því auk þess að mæla og reikna þarf að breyta prósentum yfir í gráður og fleira í þeim dúr.

Síðan læra nemendur að þekkja umhverfi sitt, hvar byggingarefni er að finna og fleira sem er tenging við náttúrufræðina. Þetta er líka ákveðin saga á bak við svona húsagerð og ekki má heldur gleyma því að þarna læra nemendur góð vinnubrögð og tileinka sér ákveðið verkvit.“

Í þessari lotu voru hlaðnir tveir veggir og að sögn Þráins eru allir mjög sáttir með hvernig til tókst.

„Börnin skemmtu sér vel og drukku í sig fróðleikinn um hvernig hús voru hlaðin til forna. Við setjum þetta þannig upp að þau geta núna farið heim til sín og byrjað að hlaða svona hús. Þau þekkja bæði efnið og aðferðina.

Ég held að það sé óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega og við erum mjög stolt af því sem við erum búin að framkvæma.“

borgarfjardarskoli 5

borgarfjardarskoli 4

borgarfjardarskoli 3

borgarfjardarskoli 6
 
borgarfjardarskoli 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.