RIFF á Austurlandi: Sjóræningjar, erfðabreytt matvæli, Indland og hommahatur

indiansummerRiff, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, er ekki einskorðuð við höfuðborgarsvæðið. Myndir af hátíðinni verða sýndar á þremur stöðum á Austurlandi á næstu vikum.
Fyrsti viðkomustaður hátíðarinnar er Sláturhúsið á Egilsstöðum, en dagana 17.-21. október verða sýndar þar fjórar hágæða kvikmyndir. Helgina  9. og 10. nóvember verða myndirnar sýndar á Hótel Framtíð á Djúpavogi og 11. og 12.nóvember í menningarmiðstöðinni Skaftfell á Seyðisfirði.

GMO-OMG er heimildamynd þar sem fylgst er með baráttu leikstjórans og fjölskyldu hans fyrir því að lifa og borða án þess að taka þátt í óheilbrigðu, ósanngjörnu og eyðileggjandi fæðukerfi. Þeirri spurningu er m.a. velt upp hvort enn sé tími til að endurheimta hreinleikann, bjarga líffræðilegri fjölbreytni og okkur sjálfum?

Indverskt sumar er gamansöm vegamynd um ferðalag um Suður-Indland til að kanna læknismeðferðina Ayurvedic, fimm þúsund ára óhefðbundna lækningu. Myndinni hefur verið lýst sem „læknisfræðilegum gamanleik“ sem fjallar á nýstárlegan og frumlegan hátt um efnið.

Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu er heimildarmynd þar sem litið er bak við tjöldin í umdeildu dómsmáli sem höfðað var gegn stofnendum deilisíðunnar Pirate bay vegna höfundarréttarbrota.

Í Valentínusarvegi er kafað ofan í hommahatur, kynjamisrétti, kynþáttahatur og stéttabaráttu. Á skólalóð í úthverfi í Kaliforníu spurði 15 ára drengur annan dreng hvort hann vildi vera Valentínusarskotið hans. Næsta dag var hann látinn, skotinn með köldu blóði í höfuðið af 14 ára skotinu sínu. Mynd sem tekst á við stórar og alvarlegar spurningar.

Dagskráin er eftirfarandi:

Sláturhúsinu
Fimmtudag 17.okt
KL: 18:00 GMO OMG
KL: 20:00 Indverskt sumar

Laugardagur 19.okt
KL: 13:00 Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu
KL: 15:00 Valentínusarvegur

Sunnudagur 20.okt
KL: 15:00 GMO OMG
KL: 17:00 Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu

Mánudagur 21.okt
KL: 18:00 Indverskt sumar
KL: 20:00 Valentínusarvegur

Hótel Framtíð
Laugardagur 09. nóv.
KL: 15:00 GMO OMG
KL: 17:00 INDVERSKT SUMAR

Sunnudagur 10. nóv.
KL : 15 Sjóræningjaflóinn Fjarri Lyklaborðinu
KL : 17 Valentínusarvegur

Skaftfell
Mánudagur, 11. nóv
Kl. 20:00 Indversk sumar
Kl. 21:30 GMO OMG

Þriðjudagur 12. nóv
Kl. 20:00 Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu
Kl. 22:00 Valentínusarvegur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.