Brúarásskóli hlaut viðurkenningu fyrir framkvæmdagleði í Samfellu

bruarasskoli fyrirmynd webNemendur Brúarásskóla fengu nýverið viðurkenningu fyrir framlög sín í SAMFELLU, forkeppni félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði fyrir SAMAUST, hátíð félagsmiðstöðva á Austurlandi.

„Krakkarnir í Brúarásskóla sýndu mikla framkvæmdagleði,“ segir Eysteinn Hauksson, forstöðumaður félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði.

SAMFELLA skiptist í söngkeppni annars vegar og stílistakeppni hins vegar. Sex af ellefu atriðum söngkeppninnar komu úr Brúarási og þrjú af fimm liðum í stílkeppninni, þar á meðal eina strákaliðið.

„Það er greinilega að mikill kraftur býr í unglingunum í Brúarásskóla. Við færðum þeim því sérstakt skjal til viðurkenningar á þessari framtakssemi. Á skjalinu stóð að Brúarásskóli væri góð fyrirmynd annarra skóla, hvað þátttöku í þessum keppnum varðaði.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.