Vinasamningur í vinaviku á Vopnafirði

vinavika 2013Vinavika Kýros, æskulýðsfélags Hofsprestakalls hófst í gær en vikan er nú haldin í fjórða sinn. Vikan hófst í gær með vinabíói en í dag var undirritaður vinasamningur við Vopnafjarðarhrepp.

Það var Bárður Jónasson, oddviti, sem undirritaði samningin fyrir hönd sveitarfélagsins við alla 30 meðlimi æskulýðsfélagsins. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, opnaði www.vinavika.is í félagsheimilinu Miklagarði í dag.

Í samningnum segir meðal annars að á gildistíma hans skuli hreppurinn gæta forskeytinu „vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins svo úr verður nafnið „Vina-Vopnafjörður“ og skal það vera áberandi á vef þess. Einnig hvetur hreppurinn íbúa og starfsfólk sitt til að sýna vináttu og kærleika í verki.

Vinavikan hófst í gær með vinabíói en það sóttu um 100 gestir. Á dagskrá vikunnar er einnig blái dagurinn þar sem allir eru bláklæddir, Vinastund, Knúsdagur, Kærleiksmaraþon, Vinamessa, flugeldasýning, pítsuveisla og fleira.

Unglingarnir í æskulýðsfélaginu sjá um framkvæmdina, en vikan er þeirra hugmynd og framtak. „Með vinavikunnu sýna unglingarnir í verki hvernig hægt er að hafa áhrif á umhverfið með því að gleðja og vekja jákvæð viðhorf. Tilgangurinn er að minna á hin sönnu verðmæti; vináttuna og kærleikann, þar sem við erum öll hvött til að taka þátt með umhyggju: heilsa, vinka, brosa, hrósa, heimsækja, rétta hjálparhönd og þannig rækta jákvæð tengsl og vináttu,“ að því er segir í tilkynningu.

Vinakaka ársins er skúffukaka en boðið er til vinakökuboðs á fimmtudag í Miklagarði.

Vinavikunni lýkur með kærleiksmaraþoni sunnudaginn 20. október. Þá ganga unglingarnir í hús og bjóða fram aðstoð sína við létt heimilisverk og í safnaðarheimilinu er öllum boðið upp á vöfflur, skúffuköku, djús og kaffi, andlitsmálun fyrir börn, Vinabingó og bílaþvott – allt ókeypis.

Þá verður Vinamessa kl. 17:00 í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og vikunni lýkur með pítsuveislu og flugeldasýningu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.