Rúm hálf milljón til góðgerðarfélaga af herrakvöldi – Myndir

karlakvold 0021 webVel á annað hundrað gestir mættu á herrakvöld sem haldið var í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði í síðustu viku. Yfir hálf milljón króna safnaðist til góðgerðarsamtaka á kvöldinu.

„Þetta heppnaðist rosalega vel. Það voru allir mjög sáttir og sögðust sjá okkur að ári,“ segir Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir hjá Hárstofu Sigríðar sem stóð fyrir kvöldinu.

Kvöldið var notað til að safna fyrir góðgerðarsamtökum. Þannig fékk Krabbameinsfélag Austfjarða 140 þúsund króna peningagjöf og 400.000 krónur fengust til Björgunarsveitarinnar Ársólar þegar snjósleði í hennar eigu var boðinn upp.

„Veislustjórinn okkar sagði að hún hefði ekkert þurft að gera. Karlarnir vildu bara spjalla, skoða allt fína dótið og horfa á einhver jeppamyndbönd. Þegar hún ætlaði að segja eitthvað, draga í happdrætti og fleira, voru þeir ekkert að hlusta og það sagði okkur nóg um stemminguna.“

karlakvold 0001 webkarlakvold 0004 webkarlakvold 0007 webkarlakvold 0009 webkarlakvold 0010 webkarlakvold 0011 webkarlakvold 0012 webkarlakvold 0016 webkarlakvold 0017 webkarlakvold 0018 webkarlakvold 0019 web
karlakvold 0006 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.