Hreyfivika: Seyðfirðingar ætla 100 km leið fyrir jól

ut ad hlaupa sfk webÁtakið „Út að hlaupa“ hófst á Seyðisfirði á þriðjudag í tilefni hreyfiátaksins Move Week og 100 ára afmælis íþróttafélagsins Hugins. Forsprakki átaksins segir bæjarbúa taka vel í hugmyndina en markmiðið er að hver og einn leggi að baki 100 km leið fram að jólum.

„Það liggur frammi skráningarblað í íþróttahúsinu og þegar ég leit á listann í gær var ótrúlegasta fólk búið að skrá sig á hann,“ segir Unnur Óskarsdóttir, íþróttakennari.

Auglýstir eru þrír tímar í viku, klukkan 17:45 á fimmtudögum og þriðjudögum og á laugardögum klukkan 12:15. Hugmyndin er annars að hver og einn geti farið út að hlaupa eða ganga þegar honum sýnist og skráð síðan vegalengd dagsins.

„Við erum nokkrar stelpur sem hittumst og hlaupum saman. Í tilefni vikunnar og átaksins vildum við gera eitthvað en nenntum ekki að standa fyrir keppni. Við ákváðum því að auglýsa tímann sem við hittumst á og bjóða öðrum að hlaupa með okkur.“

Einnig er í boði að hjóla en þá þurfa menn að leggja að baki 200 km. „Það er íþróttahópur í skólanum sem er heillaður af hjólreiðum og vildi vera með ef það yrði leyft. Við bárum því saman hjólreiðarnar og hlaupin og niðurstaðan varð sú að þeir sem hjóla þurfa að fara lengri leið.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.