Eistnaflug: Sænska stórhljómsveitin At the Gates staðfestir komu sína

eistnaflug ham solstafir webSænka dauðarokksveitin At The Gates er meðal þeirra hljómsveita sem þegar hafa staðfest komu sína á rokkhátíðina Eistnaflug 2013 en hún er víðfræg innan harðrokkheimsins. Margar af fremstu hljómsveitum Íslands í sama rokkþyngdarflokki mæta aftur til leiks.

At the Gates kemur frá Gautaborg og er almennt álitin áhrifamikil sveit í dauðarokkheiminum. Hún starfaði frá árunum 1990-96 og var meðal annars tilnefnd til sænsku tónlistarverðlaunanna árið 1995.

Hljómsveitin tók sér tíu ára hlé og kom aftur saman til að fara í tónleikaferð árið 2008. Aftur skildu leiðir hljómsveitarmeðlima en lágu saman á ný 2010 og síðan hefur sveitin ferðast víða um heim og komið fram á harðkjarnahátíðum.

Önnur erlend sveit, Zatokrev frá Sviss, er meðal þeirra sem boðað hafa komu sína á Eistnaflug í sumar. „Okkur finnst það heiður að fá að tilkynna að við munum spila á hinu stórkostlega Eistnaflugi. Við hlökkum einstaklega mikið til að koma," segir í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sveitarinnar í morgun.

Auk þeirra hafa íslenskar sveitir á borð við Ham, Sólstafi, Skálmöld, Dimmu, The Vintage Caravan, Brain Police, Gone Postal og Momentum staðfest komu sína til Norðfjarðar dagana 10. – 12 júlí 2014.

Flestar þessara sveita hafa verið fastagestir undanfarin ár en þar með má segja að hátíðin hafi náð markmiði sínu um að verða árshátíð íslenskra harðkjarnarokkara.

Miðasala hefst 1. nóvember og verður á midi.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.