Samverustund í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins

Frelsismen4Bókakaffi og deild Geðhjálpar á Austurlandi standa fyrir samverustund í Bókakaffi á morgun, fimmtudag, frá klukkan 14:30-16:30 í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum.

Frá klukkan 15:00 verður boðið upp á kaffihlaðborð og ljúfa tóna Grétu og félaga en það kostar 1.000 krónur á mann.

Ingibjörg Ragnarsdóttir, sölufulltrúi fyrir „Þú getur“ verður á staðnum með Frelsismenið. Frelsismenið fæst sem hálsmen og bindisnæla/prjónn. Bæði menið og keðjan eru úr silfri sem ekki fellur á.

Markmið Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! eru:
Að styrkja þá til náms sem orðið hafa fyrir áföllum eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða.
Að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna.
Að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum.

Áföll og áhyggjur valda þjáningum og geta orsakað veikindi og skerðingu á getu. Umfjöllun um geðræna vanlíðan og fordóma er afar mikilvæg á tímum áfalla og álags sem nú eru á Íslandi. Álagstengda vanlíðan má með ýmsum ráðum bæta og góð meðferðarúrræði eru til gegn geðrænum veikindum. Að auki eru fræðsla og opin umræða mikilvægir þættir til forvarna og samstöðu.

Frekari upplýsingar eru á www.thugetur.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.