Safnaði rúmum 80 þúsund krónum til styrktar krabbameinsfélaginu

jon adalsteinn krabbameinssala 0017 webJón Aðalsteinn Ragnhildarson, níu ára Egilsstaðabúi, safnaði í dag 81 þúsund krónum til styrktar Krabbameinsfélagi Austurlands. Hann kom sér fyrir við Bónus á Egilsstöðum og seldi þar muni úr dánarbúi afa síns og ömmu til minningar um þau og frænda sinn.

„Þetta er frábært framtak. Það veitir ekki af þessum peningum. Það er alltaf mikil þörf hjá félaginu,“ sagði Alfreð Steinar Rafnsson, formaður Krabbameinsfélags Austurlands, í samtali við Austurfrétt en hann veitti fénu viðtöku seinni partinn í dag.

Jón Aðalsteinn er nefndur eftir frænda sínum Jóni Aðalsteini Kjartanssyni en salan var í minningu hans og þeirra Birnu Þórunnar Aðalsteinsdóttur og Árna Björgvins Sveinssonar.

jon adalsteinn krabbameinssala 0007 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.