Fjarðabyggð í Útsvari: Gefur góða áru að keppa á afmælisdaginn

utsvar sigurlid 2013 screenshotFjarðabyggð, sem fór með sigur af hólmi í spurningakeppninni Útsvari í fyrra, mætir til leiks í kvöld með óbreytt lið á afmælisdegi eins liðsmannanna. Hann segir það gefa byr í seglin að keppa á afmælisdaginn.

„Það er frábært að keppa á afmælisdaginn. Gefur góða áru og bætir andlega líðan,“ segir Kjartan Bragi Valgeirsson sem fagnar 25 ára afmæli sínu í kvöld þegar Fjarðabyggð mætir Norðurþingi.

Fjarðabyggð teflir fram óbreyttu liði frá í fyrra en með honum eru Jón Svanur Jóhannsson og Sigrún Birna Björnsdóttir. Þau hafa þó gefið það út að þetta verði þeirra síðasta keppnistímabil að sinni.

Kjartan Bragi segir aukna pressu fylgja því að mæta til leiks sem ríkjandi meistarar. „Núna erum við liðið sem allir vilja vinna og þeir sem eru hlutlausir halda síður með stóra fiskinum í búrinu.

Markmiðið er fyrst og fremst að verða sér ekki til skammar með því að detta strax út sem ríkjandi meistarar!“

Tvö önnur lið að austan keppa í ár. Fljótsdalshérað mætir Skagafirði þann 18. október. Sveinn Birkir Björnsson er orðinn aðalmaður en hann keppti í fyrra sem varamaður þegar aðalliðið komst ekki til keppni vegna veðurs. Hrafnkatla Eiríksdóttir er áfram í liðinu en Austurfrétt hefur ekki enn fengið staðfest hver sé þriðji maður í liðinu.

Keppnin er með breyttu sniði í ár þannig að ekki er bara um að ræða fjölmennustu sveitarfélög landsins heldur var valið úr hópi þeirra fámennari. Því mæta Seyðfirðingar til leiks í fyrsta sinn en lið þeirra skipa Gauti Skúlason, Jóhanna Gísladóttir og Kári Gunnlaugsson. Seyðisfjörður mætir Akranesi 25. október.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.