Nemendur og kennarar VA sýna stuðning við réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi

haustganga va2Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað tóku í dag þátt í alþjóðlegum mótmælum gegn lögum sem takmarka réttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Árleg haustganga skólans var helguð réttindabaráttu þeirra.

Um eitt hundrað nemendur og starfsmenn skólans mótmæltu á þennan táknræna hátt. Gangan var þrískipt: einn hópur fór í Páskahelli, annar upp að Hrafnakirkju og sá þriðji alla leið á toppinn, upp Drangaskarð. Göngurnar hafa verið liður í skólastarfi VA frá upphafi.

Nýverið voru samþykkt lög í Rússlandi sem banna meðal annars að börn séu frædd um samkynhneigð. Þetta þýðir t.d. að samkynhneigðir mega ekki leiðast eða kyssast opinberlega. Það má ekki bera tákn réttindabaráttu samkynhneigðra eða tala um réttindi fyrir samkynhneigt fólk.

Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavísu en mótmælafundir voru gegn þeim víða um heim í dag. Markmiðið er að setja þrýsting á þjóðarleiðtoga að tjá sig opinberlega um málið.

Mótmælendur telja lögin ekki eingöngu ganga gegn mannréttindasáttmálum sem Rússar eiga aðild að heldur líka ólympíusáttmálanum en vetrarleikarnir verða í Sochi á næsta ári. Þar stendur m.a. að hvers konar mismunum gegn íþróttamönnum sé bönnuð. Margir hafa áhyggjur af að lögunum verði beitt gegn samkynhneigðum keppendum og áhorfendum.

Myndir: VA

haustganga va1haustganga va3haustganga va4

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.