Rúmlega áttræð á hæsta tindi Dyrfjalla - Myndir

dyrfjoll4 webÞórunn Anna María Sigurðardóttir, bóndi á Skipalæk í Fellum, varð fyrir skemmstu elst þeirra sem gengið hafa á Dyrfjallatind. Bróðir hennar varð fyrstur til að komast á tindinn fyrir rúmum sextíu árum.

Það voru Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Ferðamálahópur Borgarfjarðar og leiðsögumenn frá Wildboys sem stóðu fyrir göngu á hæsta tind Dyrfjalla. Gengið var upp frá gömlu Brandsbalaréttinni upp í Jökuldal og þaðan upp bratta hlíðina á tindinn.

Það voru Borgfirðingarnir Jón Sigurðsson frá Sólbakka og Sigmar Ingvarsson frá Desjarmýri sem fyrstir gengu á tindinn. Í fyrra voru liðin 60 ár frá afreki þeirra og átti þá að fara í sérstaka ferð af því tilefni. Hún féll hins vegar niður vegna veður en var farin um daginn.

„Þessi leið er fyrir allt sæmilega vant fjallafólk því gæta þarf að sér á vissum stöðum. Gangan gekk mjög vel og komust allir heilir á leiðarenda,“ segir Skúli Júlíusson, leiðsögumaður hjá Wildboys.

Göngumenn voru 25 talsins og komu úr hinum ýmsu landshornum. Þórunn á Skipalæk var elst, 83ja ára, og er þar með elst þeirra sem sigrað hafa tindinn. Hún er jafnframt systir Jóns frá Sólbakka. Ekki er annað að sjá en Þórunn beri aldurinn vel en í fyrra gekk hún á Snæfellstind.

Eftir gönguna var svo farið í kvöldmat á Álfacafé og sýnd myndasýning um göngur á Dyrfjöll í gegnum tíðina.

Myndir: Wildboys

dyrfjoll1 webdyrfjoll2 webdyrfjoll3 webdyrfjoll5 webthorunn dyrfjoll

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.