Egilsstaðaskóli fær viðurkenningu sem heilsueflandi grunnskóli

egs heilsueflandi grunnskoli webEgilsstaðaskóli fékk nýverið viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í átakinu heilsueflandi grunnskóli. Þetta er í annað skipti sem viðurkenningin er veitt.

Verkefnið hófst í Evrópu árið 1992 en Íslendingar voru fyrst með árið 2008 og var Egilsstaðaskóli fyrsti íslenski skólinn til að taka þátt. Verkefnið er hýst hjá embætti landlæknis en Egilsstaðaskóli hefur tekið þátt í að aðlaga verkefnið að íslenskum aðstæðum og átt fulltrúa í stýrihópi frá upphafi.

Tilgangur verkefnisins er að bæta námsárangur en góð heilsa hefur jákvæð áhrif á námsárangur. Einnig er áhersla lögð á að auðvelda aðgerðir til að bæta heilsuna með því að efla þekkingu nemenda á heilbrigði og þjálfa þá í rökhugsun, félagsmálum og hegðun.

Verkefnið skiptist niður í átta þætti: nemendur, nærsamfélag, mataræði/tannheilsa, hreyfing og öruggi, lífsleikni, geðrækt, heimili og starfsfólk. Egilsstaðaskóli hefur tekið einn þátt fyrir sérstaklega á hverju ári en unnið áfram með hina samhliða.

Viðurkenningin var fyrst veitt í vor en Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Egilsstaðaskóla, tók við viðurkenningunni á ráðstefnu heilsueflandi grunnskóla fyrir skemmstu. Auk viðurkenningarinnar fær skólinn 100.000 krónur í styrk.

Yfir 50 íslenskir grunnskólar taka þátt í verkefninu í dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.