Þetta vilja börnin sjá í Sláturhúsinu

oliver myndskreyting webListasýningin „Þetta vilja börnin sjá“, sem byggir á úrvali myndskreytinga úr nýlegum íslenskum barnabókum, verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun.

Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytingaverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm en sýningin hefur verið haldin árlega frá árinu 2002.

Það var Birgitta Sif Jónsdóttir sem hlaut verðlaunin í ár fyrir myndskreytingar sínar í bókinni Óliver.

Sýningin opnar í fyrramálið klukkan 10:00, stendur til fimmtudagsins 26. september og er opin á opnunartíma Sáturhússins, mánudaga-fimmtudaga kl. 18:00-22:00 og laugardaga kl. 13:00-17:00.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Aðalheiður Vigfúsdóttir, Agung Wulandana, Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Birgitta Sif Jónsdóttir, Erla María Árnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Júlíusson, Heiða Björk Norðfjörð, Hólmsteinn Össur Kristjánsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Íris Auður Jónsdóttir, Jean Posocco, Karl Jóhann Jónsson, Kerry Reidy, Leonardo Ariza, Nunung Nurjannah, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Rosaria Battiloro, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Smári Rúnar Róbertsson, Unnur Valdís Kristjánsdóttir,Vladimiro Rikowski, Þórarinn Már Baldursson, Þórarinn Leifsson.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.