Sýndi muni úr hreindýrshornum í Gamla Kaupfélaginu

hreindyrshorn bdalsvik 2 webJóhann S. Steindórsson, handverksmaður, sýndi nýverið muni sem hann hefur unnið úr hreindýrshornum í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík. Ár er síðan Jóhann byrjaði að hanna og smíða slíka gripi.

Jóhann er fæddur og uppalinn Stöðfirðingur en hefur búið á Breiðdalsvík í rúm tuttugu ár. Hann hefur starfað sem sjómaður og veiðimaður og ávallt unað sér vel úti í náttúrunni.

Á sýningunni mátti sjá muni úr hreindýrshornum, allt frá skartgripum til hnífsskafta. Um ár er síðan Jóhann byrjaði að vinna úr hornunum til að fylla upp í lausar stundir og kom sér upp aðstöðu í hluta beitingahúss sem hann á með bróður sínum.

Myndir: Arna Silja Jóhannsdóttir
hreindyrshorn bdalsvik 1 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.