Sundlaug Norðfjarðar 70 ára

Sundfólk í sundlauginni í Neskaupstað 1953. File3616 webNorðfirðingar fagna því á sunnudag að 70 ár eru liðin frá því að sundlaugin í Neskaupstað var tekin formlega í notkun. Vígslan fór fram 8. ágúst árið 1943 og er Sundlaug Norðfjarðar því með elstu mannvirkjum á Austurlandi. 

Bylting síns tíma

Sundlaugarbyggingin var risavaxið verkefni og með sameiginlegu átaki tókst að fjármagna framkvæmdirnar með framlögum frá einstaklingum, félögum og nærliggjandi hreppum, auk þess sem bæjarfélagið fékk myndarlegan styrk úr íþróttasjóði ríkisins.

Í heild sinni er talið að mannvirkið hafi kostað um 200 þúsund krónur, sem voru verulegir fjármunir á þeim tímum sem fjárlög íslenska ríkisins voru talin í tugum milljóna.

Heitt vatn var enn fremur munaður sem fáir gátu veitt sér í einhverjum mæli og má geta nærri um þá byltingu sem almenningssundlaug stóð þá fyrir, varðandi bæði aðstöðu til hreinlætis og ekki síður sundkennslu, sem var mikilvæg útvegsbæjum á borð við Neskaupstað.

Fírað upp með reykpústi

Upphaflega var kælivatni af vélum rafstöðvarinnar í Neskaupstað leitt í laugina og var hiti vatnsins aukinn með „reykpústinu“ úr vélum rafstöðvarinnar. Gaf sú aðferð góða raun.

Margs er að minnast úr langri rekstrarsögu sundlaugarinnar. Þann 24. Nóvember 1949 féll mikið aurflóð úr fjallinu ofan við bæinn og fyllti bæði laugarkerið og sundlaugarhúsið. Komu fjölmargir að hreinsunarstörfum, m.a. nemendur úr efstu bekkjum grunnskólans. Á árinu 1989 mokuðu síðan norðfirskir blakspilarar á annað þúsund m3 af snjó af bökkum sundlaugarinnar og úr laugarkerinu.

Þá hefur Sundlaug Norðfjarðar hýst fjölmörg sundmót og má þar nefna Sundmeistaramóti Íslands, sem Þróttur Neskaupstað hafði veg og vanda af f.h. UÍA árið 1966.

Ómissandi hluti af mannlífinu

Sundlaug Norðfjarðar hefur frá upphafi verið ómissandi hluti af mannlífinu í Neskaupstað og enn gegnir hún lykilhlutverki á hátíðar- og tyllidögum, s.s. á sjómanna- og þjóðhátíðardaginn. Árið 2006 var þjónustuaðstaða sundlaugarinnar færð til nútímahorfs, með bættri búningsaðstöðu, líkamsræktarstöð og rúmgóðri afgreiðslu. Utandyra bættist annar heitur pottur við ásamt stórum rennibrautum, sem þykja ómissandi viðbót fyrir sundlaugargesti á öllum aldri.

Tímamótanna verður minnst á sunnudag með ýmsu móti. Gefið verður frítt í sund og kl. 15 hefst afmæliskaffi í anddyri sundlaugarinnar.

Forseti Íslands í Neskaupstað 1954. File2058 webNý mynd sundnes webSundfólk í sundlauginni í Neskaupstað 1953. File3624 webSundlaugin í Neskaupstað 17. júní 1951. File3724 webSundlaugin í Neskaupstað 24. mars 1951. File3722 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.