Fjör í Fljótsdal á sunnudag: Ormsteiti lýkur

fljotsdalsdagur 2012 0027 webLokadagur Ormsteitis verður að venju Fljótsdalsdagur með dagskrá inn til dala og upp til fjalla. 

Sunnudagurinn 18. ágúst hefst með gönguferð frá Laugarfelli að fossinum Faxa í Jökulsá í Fljótsdal og getur göngufólk slakað á eftir ferðina í heitum laugum með útsýni á Snæfellið.

Niðri í Fljótsdal verður boði upp á ferðir inn í Fljótsdalsstöð, barnastundir í Snæfellsstofu og dagskrá á Skriðuklaustri eftir hádegi er með venjubundnu sniði. Lára Rúnars heldur tónleika kl. 13.30 og í kjölfarið spreyta ungir sem aldnir sig á steinatökum, pokahlaupi, fjárdrætti og rabarbaraspjótkasti. Yngsta kynslóðin mættir síðan með lengstu rabarbaraleggi sem þeim hefur tekist að finna á Héraði.

Lokaathöfn Ormsteitis er síðan guðsþjónusta á rústum klausturkirkjunnar á hinu glæsilega minjasvæði Skriðuklausturs.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.