Fyrirlestur: Taumhald á tilfinningunum

hildur thordardottir tilfinningar webHildur Þórðardóttir verður með upplestur úr nýútkominni bók sinni Taumhald á tilfinningunum: Leið til betra lífs á Seyðisfirði á fimmtudagskvöld. Bókin fjallar um huga, tilfinningar, lægra sjálf og æðra sjálf.

„Upphaflega átti þetta að vera bók fyrir þá sem þjást af þunglyndi, depurð og kvíða en þegar ég var byrjuð að skrifa hana sá ég að hún á erindi til allra,“ segir í tilkynningu Hildar um bókina.

„Bókin gengur út á það að allar tilfinningar eru réttmætar. Sumar tilfinningar, þær neikvæðu eru hins vegar bara til skamms tíma á meðan þær jákvæðu eru til langtíma. Neikvæðar tilfinningar ættum við að nota til að hjálpa okkur að breyta, segja hug okkar eða til að gerða, en ekki geyma þær í lengri tíma, því þar með skaða þær líkamann.

Við höfum öll orkulíkama sem samanstendur af hugsunum okkar og tilfinningum. Neikvæðum tilfinningum og hugsunum fylgir neikvæð orka sem dregur okkur niður og kemur í veg fyrir að efnislíkaminn starfi eðlilega, svo myndast bólgur og sjúkdómar.

Jákvæðar tilfinningar og hugsanir hafa jákvæða orku sem lyfta okkur upp og heila líkamann. Því ættum við að leitast við að upplifa jákvæðar tilfinningar og hugsanir eins oft og mögulegt er.“

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00 og verður haldinn hjá Sálarrannsóknarfélagi Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.