Aðsóknarmet slegið á Austurfrétt

austurfrett merki 1208 webAðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í 31. viku ársins þegar gestir voru 12.976 talsins. Er það tæp tvöföldun á eldra aðsóknarmeti.

Vikan teygði sig frá mánudeginum 29. júlí til sunnudagsins fjórða ágúst. Mesta athygli í vikunni vakti leiðari Austurfréttar sem var andsvar við leiðara Fréttablaðsins um umræðu um bæjarhátíðir.

Hinir árlegu listar um tekjur Austfirðinga hlutu einnig gríðarlega athygli.

Eldra metið var sett síðasta haust en þá litu tæplega 7.600 gestir í heimsókn. Að meðaltali hafa 3.500 gestir heimsótt Austurfrétt í hverri viku undanfarið ár.

Nýr vefur Austurfréttar var settur í loftið í maí síðastliðnum. Síðan þá hefur heimsóknum á vefinn fjölgað jafnt og þétt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.