Svipmyndir frá Neistaflugi á DVD

neistaflug1994Verslunarmannahelgarhátíðin Neistaflug hefur verið haldin í tuttugu ár. Í fyrra var byrjað að gefa út svipmyndir frá hátíðinni á DVD diskum og í síðustu viku kom diskur númer tvö í röðinni út.

Það er Hafdal kvikmyndagerð sem gefur út diskana en Þórarinn Hávarðsson tók upp fyrstu tíu hátíðirnar. Diskurinn sá annar í röðinni af tíu sem koma eiga út á næstu árum.

Neistaflugshátíðin var fyrst haldin árið 1993 og er því tuttugu ára gömul. Á disknum sem kom í Tónspil í síðustu viku eru svipmyndir frá hátíðinni árið 1994.

Meðal skemmtikrafta það ár voru Páll Óskar og Milljónamæringurinn, Bubbi Morthens og Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit.

Nánari upplýsingar eru á www.hafdal.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.