690 Vopnafjörður ferðast um Austurland

Kvikmyndin 690 Vopnafjörður, sem heimsfrumsýnd var á hátíð í Frakklandi í síðasta mánuði, leggur upp í sýningaferðalag um Austurland um helgina.

Myndin var sýnd í Bíó Paradís síðasta haust en ferðast nú um heiminn, hún var heimfrumsýnd í Frakklandi nýverið og verður á Big Sky heimildamyndahátíðinni í Montana í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þá hefur hún fengið boð á fleiri hátíðir.

Myndin er heimildamynd um lífið á Vopnafirði, tekin upp á árunum 2012-2017. Myndin hefur fengið ágæta gagnrýni eftir sýningarnar í Frakklandi.

Á hinum franska Retro HD vef er myndatöku myndarinnar hrósað, handritshöfundurinn sagður bera virðingu fyrir viðfangsefni sínum og einstaklingunum sem hún fjallar um. „Það er þess virði að leggja nöfn þessara kvikmyndagerðarmanna á minnið,“ en leikstjóri myndarinnar er Austfirðingurinn Karna Sigurðardóttir.

Myndin hefur um helgina ferð sína um Austurland og meðal annars verður öllum Vopnfirðingum boði á sýningu á myndinni á sunnudag. „Það er sérstakt að horfa á myndina með Vopnfirðingum - og á Vopnafirði. Það er líka tilfinningaþrungið að horfa á mynd um sjálfan sig,“ segir Karna.

Myndin verður sýnd á Egilsstöðum á morgun og svo Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað á næstu tveimur vikum.

Sýningarnar eystra:

Egilsstaðir, Sláturhúsið 17. febrúar og 24. febrúar 16:00
Vopnafjörður, Mikligarður 18. febrúar 17:00 (frítt inn)
Seyðisfjörður, Herðubreið, 25. febrúar 17:00
Neskaupstaður, Egilsbúð, 1. mars 20:00
Eskifjörður, Valhöll, 4. mars 15:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.