Ungur Reyðfirðingur á leið í norrænan rithöfundaskóla: Á ekki að grípa öll góð tækifæri er þau gefast?

unnur mjoll jonsdottirUnnur Mjöll Jónsdóttir, nemandi í tíunda bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, er á leið í norrænan rithöfundaskóla sem haldinn verður í Svíþjóð í næstu viku. Hún segist hafa séð auglýsta keppni um sæti í skólanum og ákveðið að freista gæfunnar.

„Mig langar að prófa eins mikið og ég get áður en ég fer að ákveða alveg hvað ég ætla að gera í framtíðinni þannig að ég bara skrifaði texta og sótti um. Á maður ekki að reyna að grípa öll góð tækifæri þegar þau gefast?“ segir Unnur Mjöll í samtali við Austurfrétt.

Hún er ein sjö íslenskra ungmenna sem í gær hélt til Svíþjóðar í norrænan rithöfundaskóla fyrir ungmenni sem haldinn verður í vikunni. Nemendur sendu inn sögur til að komast inn í skólann og þótti saga Unnar Mjallar ein sú besta.

Sagan heitir Flóttinn en hægt er að lesa hana hér á Austurfrétt. Hún fjallar um íraska stelpu sem á barnsaldri flýr heimaland sitt undan stríðsátökum. Hún til Íslands en lendir utanveltu og á glapstigu.

Námskeiðið er haldið í lýðháskólanum Biskops-Arnö skammt utan Stokkhólms. Það sækja um 30 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum. Norræna félagið í Svíþjóð stendur að námskeiðinu með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.