Fjölbreytni í fyrirrúmi á Jazzhátíðinni: Myndir

IMG 4087e webJazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var haldin í 25. skipti í lok júní. Fram komu fjölmargir tónlistarmenn hvaðanæva af landinu. Austurfrétt leit við á hátíðinni.

Fyrsta kvöldið var á Seyðisfirði þetta ár og var það hlutverk heimamanna að ýta hátíðinni úr vör í þetta skiptið. Spiluð voru lög frá ýmsum stefnum, svosem fnykur, blús og rokk.

Á fimmtudaginn var það kvartett Steinars Sigurðssonar sem spilaði í Blúskjallaranum á Neskaupstað. Steinar er einna áhugaverðasti saxófónleikari landsins um þessar mundir og spilaði kvartett hans jazz af sinni alkunnu snilld.

Á föstudaginn tróð dúettinn MoR upp, en hann skipa Róbert Þórhallsson bassaleikari og Margrét Eir söngkona. Þau fluttu dægurlagatónlist frá áttunda og níunda áratugnum sem útsett voru á afar skemmtilegan máta. Coney Island Babies lokaði svo kvöldinu með lögum af nýútgefinni plötu sinni.

Á laugardaginn kenndi ýmissa grasa. Um miðjan dag kynnti hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans heimstónlist fyrir austfirðingum. Þar mátti heyra tónlist frá Grikklandi, Tyrklandi og Marokkó svo einhverjir staðir séu nefndir.

Það kom svo í hlut hljómsveitar Skúla mennska og Robert The Roommate að loka hátíðinni þetta árið. Þau fluttu lög af nýútgefnum plötum sínum ásamt því að færa nokkur þeirra í örlítið djassaðri búning í tilefni hátíðarinnar.

IMG 3928e webIMG 3932e webIMG 3945e webIMG 3959e webIMG 3970e webIMG 3975e webIMG 4045e webIMG 4052e webIMG 4060e webIMG 4062e webIMG 4069e webIMG 4079e webIMG 4082e webIMG 4085e webIMG 4093e webIMG 4131e webIMG 4132e webIMG 4157e webIMG 4200e web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.