Fjölmenni og flösuþeytingar á Eistnaflugi: Myndir

eistnaflug 12Tónlistarhátíðin Eistnaflug var haldin í níunda skipti í Neskaupstað um síðustu helgi. Alls sóttu um 1700 gestir hátíðina ár og er hún því sú fjölmennasta til þessa.

Á Eistnaflugi er rokktónlist í harðari kantinum í hávegum höfð. Að sögn Stefáns Magnússonar aðalskipuleggjanda hátíðarinnar fór hún að venju vel fram og skemmtu allir sér konunglega.

„Þetta var eiginlega algjör stórsigur. Ég hef ekki ennþá fengið eitt símtal um eitt eða neitt sem aflaga fór.“ Aðspurður um hápunkta hátíðarinnar í ár sagði Stefán þá hafa verið marga og það færi auðvitað svolítið eftir hverjum og einum hvað viðkomandi þætti best.

„Skálmöld og Agent Fresco náðu upp rosalegri stemmingu og síðan var bandaríska sveitin Red Fang frábær. En hápunkturinn í mínum huga er samt hegðun gesta og stemmingin hjá bæjarbúum almennt gagnvart hátíðinni.“

En er hægt annað en að byrja strax að skipuleggja næstu hátíð þegar svona vel gengur? „Ég kem reyndar ótrúlega vel undan þessari viku. Er bara mjög ferskur og ef það er staðreynd að svona vel hafi gengið og engin vandamál komið upp, þá hljótum við að mæta tvíefld austur aftur á næsta ári í 10 ára afmælishátíð.“

Tíðindamaður okkar var á svæðinu á föstudagskvöld og leitaðist við að fanga stemminguna. Einnig má sjá myndbönd frá föstudagskvöldinu inni á facebook-síðu Austurfréttar.

eistnaflug 1eistnaflug 2eistnaflug 3eistnaflug 4eistnaflug 5eistnaflug 6eistnaflug 7eistnaflug 8eistnaflug 9eistnaflug 10eistnaflug 11

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.