Jónas og Valdimar á Borgarfirði: Af hverju þarf alltaf að vera svona leiðinlegt lag fyrst?

jonassig valdimar fjardaborg 0036 webTónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Valdimar Guðmundsson héldu tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeir buðu gestum til sín á sviðið. Með tónleikunum vildu þeir fylgja eftir tónleikaröð Jónasar þar sem hann hélt 18 tónleika á 21 degi síðasta sumar.


„Við byrjum á rólegu lagi. Ég fékk spurningu í fyrra af hverju það þyrfti alltaf að vera svona leiðinlegt lag fyrst,“ sagði Jónas við upphaf tónleikanna.

Hann var einn á sviðinu í byrjun en smá saman fjölgaði í hópnum. Meðal gesta voru Hjalti Jón Sverrisson, Esther Jökulsdóttir og borgfirski englakórinn. „Ég tala um svona einfaldari hluti heldur en Jónas,“ sagði Valdimar við kynningu eins laga sinna. Þegar rýnt var í textana reyndist svo alls ekki vera.


Á sviðinu stóð að vanda rauður sófi þar sem yngsta kynslóðin hélt sér sæti. „Ég var búinn að gleyma að ég ætlaði að spila á bassa í þessu lagi,“ sagði Jónas eitt sinn, greip hljóðfærið og hlammaði sér niður í sófann.

Krakkarnir hröktust undan honum. „Nei, þið þurfið ekki að fara öll,“ kallaði Jónas á eftir þeim. Næst greip hann hljóðfærið og olnbogaði sig í miðjan sófann. Þar sátu allir sáttur.

Jónas er nú á hringferð um landið með áhöfninni á Húna II. Fjöldi gesta mætti á Borgarfjörð í gærkvöldi þrátt fyrir rigningu. Gengið er nú á leið til Reyðarfjarðar þar sem leikið verður í kvöld í beinni sjónvarpsútsendingu klukkan 19:45.

jonassig valdimar fjardaborg 0005 webjonassig valdimar fjardaborg 0006 webjonassig valdimar fjardaborg 0007 webjonassig valdimar fjardaborg 0008 webjonassig valdimar fjardaborg 0010 webjonassig valdimar fjardaborg 0012 webjonassig valdimar fjardaborg 0022 webjonassig valdimar fjardaborg 0024 webjonassig valdimar fjardaborg 0030 webjonassig valdimar fjardaborg 0037 webjonassig valdimar fjardaborg 0045 webjonassig valdimar fjardaborg 0048 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.