Rannsaka næturlíf á Egilsstöðum: Ungir listamenn snúa aftur heim

tilraunaleikhus webUtanbæjarmenn með læti, of mikil drykkja og leiðindapúkar eru helstu orsakir lélegs næturlífs. Þetta eru niðurstöður rannsókna Tilraunaleikhúss Austurlands sem frumsýnir leiksýninguna Næturlíf föstudaginn 5. júlí í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin fjallar um upplifanir af næturlífi og mikilvægi þess í smábæjum jafnt og stórborgum. Meirihluti hópsins eru fæddur og uppalinn á Fljótsdalshéraði og hefur eytt síðustu árum í listnám fjarri heimaslóðum.

Tilraunaleikhús Austurlands var stofnað í byrjun sumars og er þetta fyrsta sýningin sem kemur frá hópnum. Til þess hlýtur hann styrki frá Evrópu Unga Fólksins, Menningarráði Austurlands og Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Einnig styrkja nokkur fyrirtæki á Egilsstöðum verkið með ýmsum hætti.

Hópurinn sameinar krafta ólíkra listamanna, en hann skipa Pétur Ármannsson sviðslistamaður, Hjálmar Baldursson hönnuður, Brogan Davison danshöfundur, Bjarni Rafn Kjartansson tónlistarmaður og Jónas Reynir Gunnarsson textasmiður, sem einnig hlaut handritsstyrk frá Menningarráði fyrir kvikmyndina Baskó.

Sýningin er unnin undir formerkjum samsköpunarleikhússins þar sem eigin upplifanir og minningar leiða af sér persónulegar sýningar. Hópurinn vinnur út frá eigin vandamálum tengdum næturlífi, félagslegu óöryggi, fortíðarþrá og ótta við að fullorðnast. Sýningar eru út júlí og hægt er að panta miða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frekari upplýsingar má finna á tilraunaleikhus.wordpress.com og Facebook-síðu Tilraunaleikhússins.

Sýningar kl. 20:00 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum:

5. júlí – FRUMSÝNING
6. júlí – 2. sýning
11. júlí – 3. sýning
12. júlí – 4. sýning
13. júlí – 5. sýning
15. júlí – 6. sýning
16. júlí – 7. sýning
23. júlí – 8. sýning
24. júlí – 9. sýning
25. júlí – 10. sýning

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.