Pólsk stórhljómsveit býður á tónleika á Seyðisfirði

Domowe MelodieEin heitasta hljómsveit Pólverja um þessar mundir, þjóðlagarokkhljómsveitin Domowe Melodie, mun halda tónleika á Seyðisfirði fimmtudagskvöldið 11. júlí sem marka upphafið á tónleikaferð sveitarinnar um Ísland.

Tríóið vakti mikla athygli með fyrstu plötu sinni sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í pólskt tónlistarlíf, að því er fram kemur á vefnum muzykaislandzka.pl sem er pólskur vefur þar sem fjallað er um íslenska tónlist.

Hljómsveitin gaf út plötuna út sjálf og fylgdi henni eftir með myndböndum sem þau tóku heima hjá sér. Platan hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og fjölda verðlauna.

„Í sumar láta þau drauminn rætast – Ísland hefur verið draumaáfangastaður þeirra í langan tíma,“ segir á vefnum.

„Justyna, Staszek og Kuba munu halda fimm tónleika, ferðast rúmlega tvö þúsund kílómetra, hitta heimafólk og skoða náttúruna.“

Sveitin kemur fyrst til Seyðisfjarðar með að morgni fimmtudagsins 11. júlí og heldur sína fyrstu tónleika samdægurs á Kaffi Láru. Frítt verður inn á þá tónleika.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.