Sparisjóður Norðfjarðar veitir tæpum tveimur milljónum til samfélagsverkefna

spar nor styrkir webSparisjóður Norðfjarðar veitti nýverið 1,8 milljóna styrki til íþrótta- og félagasamtaka í Fjarðabyggð. Samkvæmt lögum er sparisjóðum skylt að verja ákveðnum hluta hagnaðar til samfélagsmála.

Það var í fyrra sem samþykktar voru á Alþingi breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar sneru að rekstri sparisjóða en samkvæmt nýjum lögum ber þeim að verja að lágmarki 5% hagnaðar síðasta árs til samfélagsverkefna á starfssvæði sínu.

Hagnaður Sparisjóðsins í fyrra fyrir skatta voru 31,2 milljónir króna. Eftirtalin félög tóku fagnandi á móti stuðningnum og óskum um velfarnað í starfi.

Íþróttafélagið Þróttur
Ungmennafélagið Austri
Ungmennafélagið Valur
Ungmennafélagið Leiknir
Ungmennafélagið Súlan
Leikfélagið Djúpið
Kvenfélagið Nanna
Velferðarsjóður Fjarðabyggðar
Hollvinasamtök FSN
Bæjarhátíðin Neistaflug
Bæjarhátíðin Franskir dagar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.