Aðalsalur Hótels Héraðs opnaður eftir endurbætur: Myndir

hotel herad opnun 0038 webMargt var um manninn þegar aðalsalur Hótels Héraðs var opnaður á ný eftir gagngerar endurbætur. Fimmtán ára afmæli hótelsins var fagnað við sama tilefni.

Búið er að endurnýja barinn, móttökuna og matsalinn en ráðist var í andlitslyftinguna í tilefni afmælisins. Opnað hefur verið á milli svæðanna þannig að segja má að þetta sé allt eitt rými í dag. Til verksins voru fengnir verktakar úr heimahéraði.

Fjöldi gesta leit við á opnuninni og skemmti karlakórinn Drífandi þeim með nokkrum lögum. Kórinn ætlar í söngferð til Rómar á Ítalíu næsta sumar.

Austurfrétt leit við og fangaði stemminguna.

hotel herad opnun 0003 webhotel herad opnun 0012 webhotel herad opnun 0014 webhotel herad opnun 0018 webhotel herad opnun 0019 webhotel herad opnun 0022 webhotel herad opnun 0024 webhotel herad opnun 0027 webhotel herad opnun 0030 webhotel herad opnun 0032 webhotel herad opnun 0033 webhotel herad opnun 0034 webhotel herad opnun 0036 webhotel herad opnun 0023 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.