Árbókarferð FÍ um Norðausturland

vopnafjordurÁrbók Ferðafélags Íslands 2013 fjallar að þessu sinni um Vopnafjörð, Bakkafjörð og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllendi viðkomandi byggðarlaga er einnig lýst í árbókinni. Höfundur árbókarinnar er Hjörleifur Guttormsson.

Efnt verður til árbókarferðar helgina 22.–23. júní nk. og verður höfundurinn fararstjóri. 

Þetta er 2 daga rútuferð frá Egilsstöðum norður um Vopnafjörð og árbókarsvæðið allt vestur í Öxarfjörð, upp á Hólsfjöll og til baka um þjóðveg 1 í Egilsstaði.

Fyrri daginn er farið frá Egilsstöðum eftir komu morgunflugs frá Reykjavík og ekið um Hellisheiði. Áning og létt ganga á völdum stöðum í Jökulsárhlíð, Vopnafirði og Bakkafirði.

Gisting á Ytra Lóni á Langanesi. Árbókarkynning og spjall um kvöldið.

Síðari daginn er skroppið út að Heiði á Langanesi, síðan um Þórshöfn, vestur Þistilfjörð, til Raufarhafnar og út fyrir Sléttu. Komið við á Kópaskeri og stansað síðdegis í Ásbyrgi. Upp með Jökulsá að austan að Dettifossi. Viðkoma á Grímsstöðum og Biskupshálsi og síðan sem leið liggur í Egilsstaði fyrir síðasta flug suður.

Verð í ferðina er kr. 15.000 / 18.000 ( miðað við brottför frá Egilsstöðum ). Innifalið er rúta, gisting og fararstjórn. Tilboð í flug með Flugfélagi Íslands Reykjavík – Egilsstaðir – Reykjavík er kr. 26.300.

Fólk hafi með sér svefnpoka og nestisbita fyrir báða dagana, en kostur gefst til að kaupa hressingu á Vopnafirði, og kvöldverð og morgunverð á Ytra-Lóni. Hugsanlega léttan miðdegisverð á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn.

Ferðin er öllum opin. Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 2533 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 20. maí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.