Matvæladagur á Austurlandi

lombAustfirskar krásir – klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og mataráhugafólks á Austurlandi, blása til matvæladags á Hótel Héraði á morgun, fimmtudaginn 16. maí.

Á matvæladeginum munu austfirskir matvælaframleiðendur kynna sig og sínar afurðir. 

Boðið verður uppá léttar veitingar í anda fjórðungsins sem geta gefið gestum hugmyndir um notkun á austfirsku hráefni.

„Nú fer í hönd ferðamannatími þar sem matur getur og á að gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamannsins á Austurlandi. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli á því framboði matvæla sem í boði er á Austurlandi,“ segir í tilkynningu.

Dagskráin er sem hér segir:
16.00 – Húsið opnar
17.00 - Opnun - Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Austfirskra Krása
17.10 - Matur í upplifun ferðamannsins - erindi frá Nýsköpunarmiðstöð
17.30 – 19.00 - Kynning matvælaframleiðenda á Austurlandi

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.