Allt tilbúið fyrir Hammondhátíð: Erum stolt af dagskránni

jonas_sig_bogginn_0001_web.jpgHammondhátíð hefst á Djúpavogi í kvöld þar sem Jónas Sigurðsson verður aðalnafnið. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja allt tilbúið og að dagskráin hafi aldrei verið glæsilegri.

„Að fyrri hátíðum ólöstuðum þá er þessi án efa sú langstærsta. Við höfum aldrei selt jafn mikið af miðum og áhuginn er mun meiri en við höfum áður fundið fyrir enda erum við mjög stolt af dagskránni,“ segir Ólafur Björnsson sem leitt hefur undirbúning hátíðarinnar.

Fyrstu tónleikarnir verða klukkan 20:30 í kvöld en þar koma fram nemendur úr Tónskóla Djúpavogs, Karlakórinn Trausti og Jónas Sigurðsson ásamt Ómari Guðjónssyni og Stefáni Erni.

Annað kvöld spila Dúndurfréttir á Hótel Framtíð og Ný dönsk á laugardagskvöldið. Hátíðinni lýkur með tónleikum Magnúsar og Jóhanns í Djúpavogskirkju á sunnudag.

„Það er gríðarlega góð stemming í bænum og allt klárt. Veðurspáin er flott og Öxi opin,“ segir Ólafur.

Þá er ýmislegt í gangi í bænum yfir helgina í tengslum við hátíðina, kvikmyndasýningar, ljóðalestur, gönguferð, tilboð í verslunum og fleira. Nánari upplýsingar eru á vef hátíðarinnar: http://hammond.djupivogur.is/



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.