Skriðuklaustur: Menningarsjóður Gunnarsstofnunar stofnaður

kata_jak_sigga_klaustur_gunnarssjodur_web.jpgKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherar og Sigríður Sigmundsdóttir, varaformaður Gunnarsstofnunar, skrifuðu í síðustu viku undir skipulagsskrá Menningarsjóðs Gunnars Gunnarsson ár Skiðuklaustri. Sjóðnum er bæði ætlað að styrkja stofnunina og framtakssama einstaklinga.

Tilgangur menningarsjóðsins er tvíþættur: Annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast fjölþættu hlutverki stofnunarinnar. Sjóðnum er því bæði ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar á landsvísu.

Stofnandi menningarsjóðsins er mennta- og menningarmálaráðuneytið en þeir sem gerast sérstakir styrktaraðilar fyrir 18. maí 2014 teljast einnig til stofnenda hans. Stofnframlag ríkisins eru 43,4 milljónir króna eða sem samsvarar þeim fallbótum sem Landsvirkjun greiddi íslenska ríkinu fyrir vatnsréttindi Skriðuklausturs við Jökulsá á Dal vegna lands Brattagerðis.

Sjóðsstjórn hefur árlega til ráðstöfunar vaxtatekjur af eignum sjóðsins að frádregnum verðbótum. Ætlunin er að safna enn frekari fjármunum í sjóðinn til að efla hann og hækka þá fjárhæð sem er til ráðstöfunar á hverju ári.

Auglýst verður eftir umsóknum í menningarsjóðinn árlega í fjölmiðlum og úthlutað af sjálfstæðri stjórn eftir úthlutunarreglum sem stjórn sjóðsins setur.

Reiknað er með að úthluta árlega úr sjóðnum á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar, 18. maí og fyrsta úthlutun fari fram vorið 2014 þegar 125 ár verða liðin frá fæðingu skáldsins.

Mynd: Austurglugginn/Siguður Ingólfsson


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.