Munt þú eiga myndina á loki jólasíldar SVN í ár?

jolasild svnSíldarvinnslan í Neskaupstað efnir til ljósmyndasamkeppni í tengslum við framleiðslu á sinni árlegu jólasíld.

Jólasíld Síldarvinnslunnar er ómissandi hluti jólaundirbúningnum og eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins þá kemst engin önnur síld í hálfkvisti við hana og aðferðirnar við framleiðslu hennar eru að sjálfsögðu hernaðarleyndarmál.

Undanfarin ár hefur merkimiði jólasíldarinnar verið með hátíðlegri mynd af athafnasvæði fyrirtækisins eða skipum Síldarvinnslunnar.

Nú hefur Síldarvinnslan hins vegar ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni á meðal þeirra sem kunna að eiga myndir sem koma til greina á slíkan merkimiða.

Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar sagði í samtali við Austurfrétt að myndin í ár þyrfti ekki að vera frá athafnasvæði fyrirtækisins.

„Þar sem við ákváðum að fara þessa leið, efna til opinnar samkeppni, þá kemur hvaða mynd sem hæfir efninu til greina, bara að hún sé hátíðleg og tímalaus. Við hvetjum alla til þess að taka þátt."

Myndirnar skulu þátttakendur senda til Jóns Gunnars Sigurjónssonar yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar fyrir 15. október (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem á myndina sem verður fyrir valinu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.