Sláturhúsið sýnir einleikinn Þú kemst þinn veg

thu kemst thinn vegEinleikurinn, Þú kemst þinn veg, verður sýndur í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 10. október.

Einleikurinn byggir á sögu Garðars Sölva Helgasonar sem glímt hefur við geðklofa frá unga aldri. Garðar lifir í dag eftir ákveðnu umbunarkerfi sem hann hefur sjálfur þróað til að hjálpa sér að takast á við tilveruna. Hann hefur flutt fyrirlestra í skólum og stofnunum um umbunarkerfið og líf sitt með geðklofa.

Höfundur verksins, Árni Krisjánsson, hefur unnið með Garðari að leikverkinu síðast liðin tvö ár. Um leikinn sér Finnbogi Þorkell Jónsson.

Verkið veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm. Batann og bakslögin, líf á ofsahraða og líf einn dag í einu. Fylgifiskar geðsjúkdóma, sjálfsmyndarkreppa, sjálfsfordómar, einangrun, einmanaleiki, óttinn við almenningsálitið eru allt ærin verkefni sem persóna verksins tekst á við. Sigur hennar í verkinu felst í því að stíga út úr neikvæðum hugsunum og takast á við sjúkdóminn af auðmýkt, gjarnan með húmorinn að vopni.

Verkið er opinskátt, einlægt og mannlegt. Það kemur því skemmtilega til skila að engir erfiðleikar lífsins eru óyfirstíganlegir, sama hve miklir þeir virðast í byrjun. Það er frumsamið, byggt á raunverulegum aðstæðum í íslensku samfélagi, er mannlegt, beinskeytt og heiðarlegt og fyndið.

Sýningin hefst klukkan 20:00 og verðið er 2000 krónur.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.