Menningardagur á Stöðvarfirði

stodvarfjaordur„Langur föstudagur" verður á Stöðvarfirði í vikunni, en þá mun bærinn iða af lífi og uppákomum frá morgni til kvölds.

Salthúsmarkaðurinn verður opinn en þar selur handverksfólk afurðir sínar. Þennan dag verður einnig „skottasala" við markaðinn, en þar geta allir komið með bíla sína og selt eigur sínar beint úr skottinu.

Minjasafn Tona verður opið frá hádegi og Gallerí Snærós og Sköpunarmiðstöðin seinnipartinn og fram á kvöld.

Ef veður leyfir verður svo hið árlega ljósakvöld í Steinasafni Petru haldið á föstudagskvöldið. Það er viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, en garðurinn er upplýstur með mörg hundruð kertaljósum og ljúfir tónar leika um loftið.

Auk þessa verða tilboð á kaffihúsinu Sösu frá hádegi og Brekkan verður með pizzahlaðborð frá klukkan 18:00.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.