Bjartmar Guðlaugsson í Valaskjálf í kvöld: Helgin á Austurlandi

bjartmar gudlaugsson minniHelgin á Austurlandi er viðburðarík að vanda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er í útivist eða tónlist.

Föstudagur:

Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika í Valaskjálf í kvöld. Þar mun hann fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisögur tengda þeim. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og standa í tvær klst. með 15 mínútna hléi.


Laugardagur:

Málþing með áherslu á silfurberg og opnun sýningar um silfurberg verður í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík (Breiðdalssetri) á morgun, laugardag, ásamt ferð í Helgustaðanámu við Reyðarfjörð. Nánari upplýsingar er hægt að finna á síðunni www.breiddalssetur.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ferðafélag Fjarðamanna stendur fyrir hjólaferð í Mjóafjörð á laugardag – hjólað verður frá botni Mjóafjarðar út á Dalatanga og aftur til baka, alls 52 kílómetrar. Farastjóri er Árni Ragnarsson sem gefur nánari upplýsingar í síma 8967766.

Hinn árlegi Harmonikkudansleikur Harmonikkufélags héraðsbúa verður í Valaskjálf á laugardagskvöld. Gestaspilarar verða Alli Ísfjörð, Strákabandið, Hildur og Vigdís ásamt heimafólki.



Opið alla helgina:

Síðastliðinn miðvikudag opnaði sýning í Bókabúðinni-verkefnarými á Seyðisfirði og stendur hún til 30. ágúst. Í Nielsenshúsi á Seyðisfirði hefur undanfarna tvö mánuði dvalið fimmtán manna hópur, sem samanstendur af listamönnum, hönnuðum, rithöfundum og tónlistamönnum. Hópurinn kom af eigin frumkvæði í vinnubúðir og vikulega voru haldnar „Kjallara sýningar" þar sem einn miðill var kannaður (teiknun, ljósmyndun, höggmyndir, myndbönd, upplestur, garður) og kynntur fyrir almenningi. Hópurinn sýnir þau verk sem hafa orðið til á tímabilinu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.