Málþing með áherslu á silfurberg í Breiðdalssetri

helgustadanama agust14 webNæstkomandi laugardag fer fram málþing með áherslu á silfurberg í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík. Við sama tækifæri verður sýning um silfurberg opnuð í jarðfræðisetrinu, en á sýningunni má fræðast um silfurbergsmál í heiminum, á Íslandi og á Austfjörðum sérstaklega.

Málþingið hefst snemma á laugardagsmorgun og opnar húsið kl. 08:00. Leó Kristjánsson, Hjörleifur Guttormsson, Christa Maria Feucht og Kristján Jónasson verða með margvísleg erindi tengd silfurbergi og jarðfræði á Austurlandi.

Þá mun sveitarfélagið Fjarðabyggð einnig halda erindi um uppbyggingu Helgustaðanámu við Reyðarfjörð sem ferðamannastaðar. Að loknu hádegishléi verður farið í rútuferð að Helgustaðanámu og er reiknað með því að komið verði aftur á Breiðdalsvík um kl. 17:30.

Nálgast má frekari upplýsingar um málþingið og sýninguna með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

M
ynd: Frá Helgustaðanámu

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.