Varað við bláum skrímslum á Egilsstöðum á morgun

cookie monsterGefin hefur verið út viðvörun vegna blárra skrímsla sem verða á ferð um Egilsstaði á morgun. Nokkurt háreysti kann að stafa frá skrímslunum en þau eru annars meinlaus, félagslynd og sjúk í smákökur.


Um er að ræða útskriftarnemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum sem verða að dimmitera. Þau verða klædd í líki Smákökuskrímlisins (Cookie Monster) úr bandarísku barnaþáttunum um Sesamstræti.

Skrímslin verða á ferli í bænum í ratleik. Talsmaður skrímslanna segir þau vilja biðja fyrirfram afsökunar á því ónæði sem bæjarbúar gætu orðið fyrir af þeirra völdum.

Þau eru samt eins og fleiri skrímsli. Eilítið klunnaleg í samskiptum en afar vingjarnleg við nánari kynni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.