Garðar Eðvaldsson í yfirheyrslu: Hlakka til að sýna heimafólkinu hvað ég hef brasað fyrir sunnan

gardar edvaldsson 2015 webGarðar er fæddur og uppalinn á Eskifirði, en hélt suður til Reykjavíkur til tónlistarnáms fyrir þremur árum. Hann var að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor og heldur útskriftartónleika sína í Tónlistarmiðstöð Austurlands, á Eskifirði, í kvöld kl. 20:00 Einnig treður hann upp á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi á morgun í Valaskjálf.

„Mér fannst það réttast að koma með útskriftartónleikana austur þegar ég var að undirbúa prógrammið í vor. Ég hef búið nær alla mína tíð á Austurlandi, og þar af leiðandi þótti mér skemmtilegt að sýna mínu heimafólki hvað ég er búinn að vera að brasa síðastliðin ár fyrir sunnan," svarar Garðar er hann er spurður út í hvers vegna hann flutti allan hópinn með sér austur til að spila tónleikana.

„Tónleikarnir innihalda frumsamið efni eftir mig, en ég byrjaði að dunda í þessu í desember á síðasta ári. Ég útset allt sjálfur, og hefur farið dágóður tími í að koma þessu saman svo áheyrilegt sé. Það verður svo að koma í ljós hvernig til tekst í kvöld."

Spurður í framhaldið segist Garðar að öllum líkindum ætla að stefna á frekara tónlistarnám í haust, en ekkert sé fast í þeim efnum.

Fullt nafn: Garðar Eðvaldsson

Aldur: 20

Starf: Námsmaður

Maki: Enginn

Börn: Ekkert

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Eskifjörður, og allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? AB-mjólk, vínber, og kartöflur.

Besta bók sem þú hefur lesið? Markmiðssetning

Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfullur, og hreinskilinn

Hver er þinn helsti ókostur? Helst til of metnaðarfullur, hef ekki nægan tíma í allt sem metnaðurinn þarfnast.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Veturinn, þá er hægt að renna sér niður hlíðar Oddsskarðs á skíðum.

Settir þú þér áramótaheit? Nei, það gerði ég ekki

Hver er þín helsta fyrirmynd? Foreldrar mínir fyrst og fremst. Svo má telja upp hina ýmsu tónlistarmenn í músíkbransanum.

Hvað bræðir þig? Góð tónlist.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Wolfgang Amadeus Mozart.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni, og framtakssemi.

Hver eru þín helstu áhugamál? Tónlist fyrst og fremst, og allt sem tengist henni, tæknimál og annað tengt því.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.